Umhverfisráð - 334 (6.3.2020) - Breytingar á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis
Málsnúmer201905162
MálsaðiliUmhverfis- og tæknisvið
Skráð afirish
Stofnað dags09.03.2020
NiðurstaðaSamþykkt
Athugasemd
TextiA. Í tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóða við Hringtún nr. 17 og 19 er leyfilegt hámarksbyggingarmagn og hámarkshæð húsa óbreytt frá gildandi deiliskipulagi og því getur umhverfisráð ekki fallist á að skuggavarp muni aukast. B. Umhverfisráð getur ekki fallist á að notagildi lóðar við Miðtún 3 rýrni. C. Í tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóða við Hringtún nr. 17 og 19 er leyfilegt hámarksbyggingarmagn og hámarkshæð húsa óbreytt frá gildandi deiliskipulagi og því getur umhverfisráð ekki fallist á að innsýn muni aukast. D. Í tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóða við Hringtún nr. 17 og 19 er leyfilegt hámarksbyggingarmagn og hámarkshæð húsa óbreytt frá gildandi deiliskipulagi og því getur umhverfisráð ekki fallist á að útsýni muni minnka. E. Umhverfisráð telur að aukin fjölbreytni íbúðagerða í hverfinu verði ekki til þess að yfirbragð hverfisins breytist á neikvæðan hátt né hafi áhrif á lækkun á fasteignaverði húseigna í hverfinu. Í greinargerð með gildandi aðalskipulagi vegna íbúðabyggðar á Dalvík segir m.a. að stefnt skuli að blandaðri byggð með fjölbreyttum íbúðagerðum. Athugasemdirnar gefa ekki tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni. Umhverfisráð samþykkir tillöguna svo breytta og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun gögnin til yfirferðar ásamt athugasemdum og samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.